Sjötta Tweed Ride Reykjavík verður laugardaginn 3. júní 2017 kl. 14 við Hallgrímskirkju
Skráning á heimasíðunni: tweedridereykjavik.weebly.com
Skoðið facebook síðu Tweed Ride Reykjavík og viðburðinn þar líka.
Það eru sömu aðilar sem standa að þessum skemmtilega viðburð og reka Reiðhjólaverzlunina Berlin.
Kynningartexti Tweed Ride Reykjavík:
Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.
2012 var komið að Reykjavík. Tweed Ride Reykjavik var haldið í fyrsta skipti þann 16. Júni 2012 og tóku um það bil 70 manns þátt í atburðinum. Tilgangurinn var að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur. Nú í ár verður þessi skemmtilegi viðburður endurtekinn í fimmta skipti. Mæting er fyrir framan Hallgrimskirkju og síðan verður lagt að stað niður í bæ,
í kringum Tjörnina og átt að Vesturbænum. Þar verður stutt hressingarpása tekin á Mat&Drykk. Síðan verður haldið áfram og hjólað upp að Laugarvegi, niður hann og endað á Kex Hostel. Þar fer fram verðlaunaafhending fyrir fallegasta hjólið og best klæddu þátttakendurna (dömu og herra).
Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður og vekur alltaf athygli.
Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar, Geysir shop og Reiðhjólaverzlunin Berlin munu leggja til verðlaunin fyrir best klædda herrann, best klæddu dömuna og flottasta hjólið. Það gæti þvi borgað sig að undirbúa sig vel!
Tweed Ride Reykjavík 2017 fer fram 3.Júni, mæting kl. 14 við Hallgrímskirkju.
Við hjá hjólreiðum.is höfum fengið að slást í för í þessum frábæru skrúðreiðum og festa þær á filmu.
Hér er brot af því besta í nokkrum galleríum.