Tweed skrúðreið um Reykjavík

Tweed skrúðreið um Reykjavík

IMG 0530

Sjötta Tweed Ride Reykjavík verður laugardaginn 3. júní 2017 kl. 14 við Hallgrímskirkju

Skráning á heimasíðunni: tweedridereykjavik.weebly.com

Skoðið facebook síðu Tweed Ride Reykjavík og viðburðinn þar líka.
Það eru sömu aðilar sem standa að þessum skemmtilega viðburð og reka Reiðhjólaverzlunina Berlin.

Kynningartexti Tweed Ride Reykjavík:

Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.

2012 var komið að Reykjavík. Tweed Ride Reykjavik var haldið í fyrsta skipti þann 16. Júni 2012 og tóku um það bil 70 manns þátt í atburðinum. Tilgangurinn var að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur. Nú í ár verður þessi skemmtilegi viðburður endurtekinn í fimmta skipti. Mæting er fyrir framan Hallgrimskirkju og síðan verður lagt að stað niður í bæ,
í kringum Tjörnina og átt að Vesturbænum. Þar verður stutt hressingarpása tekin á Mat&Drykk. Síðan verður haldið áfram og hjólað upp að Laugarvegi, niður hann og endað á Kex Hostel. Þar fer fram verðlaunaafhending fyrir fallegasta hjólið og best klæddu þátttakendurna (dömu og herra).

Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður og vekur alltaf athygli.
Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar, Geysir shop og Reiðhjólaverzlunin Berlin munu leggja til verðlaunin fyrir best klædda herrann, best klæddu dömuna og flottasta hjólið. Það gæti þvi borgað sig að undirbúa sig vel!

Tweed Ride Reykjavík 2017 fer fram 3.Júni, mæting kl. 14 við Hallgrímskirkju.

Við hjá hjólreiðum.is höfum fengið að slást í för í þessum frábæru skrúðreiðum og festa þær á filmu.
Hér er brot af því besta í nokkrum galleríum.

 

Erlendar fréttir

Félagslífið og ferðirnar

Langar þig til að hjóla í hóp en veist ekki hvert þú ættir helst að leita? Aldrei áður hafa verið  eins margir hjólahópar sem skipuleggja hjólaferðir og æfingar sem standa öllum opnar. Þú ert líka velkomin/n !

Allir ættu að finna ferð við sitt hæfi því ferðirnar eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Hvort heldur sem þú vilt fara rólega með börnunum, spjalla og skoða umhverfið líkt og í ferðum Fjallahjólaklúbbsins,  Landssamtaka hjólreiðamanna og Útivistar.

Eða taka hraustlega á því á æfingu með sportfélögunum og hjóla kannski með Íslandsmeisturunum. Það er til hópur sem hentar þér. Hér verða taldir upp þeir helstu sem við vitum um og eru opnir. Allt birt með fyrirvara, rétt er að lesa sér betur til á heimasíðum félaganna.

Íslenski Fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) er fyrir alla sem nota reiðhjól sem samgöngutæki þrátt fyrir þetta gamalgróna nafn.

Hann er með fjölbreytta dagskrá allt árið sem vert er að skoða; opið hús, léttar hjólaferðir um borgina og fjölbreitt ferðalög sniðin allt frá fjölskyldum til harðjaxla.

Vikulegar kvöldferðir á sumrin

Þar á meðal eru þriðjudags kvöldferðirnar, vikulegar fjölskylduvænar ferðir um höfuðborgarsvæðið fram á haust. Þessar ferðir eru farnar frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30 og eru um 2 klst langar. Fyrstu ferðirnar eru stystar en smá lengjast eftir því sem líður á sumarið. Farið er að mestu eftir útivistarstígum eftir fyrirfram ákveðnum leiðum en hraðinn ræðst af hópnum hvert skipti.  Markmið ferðanna er að kynna og skoða hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu svo reið­hjólið nýtist okkur betur sem samgöngutæki og afþreying. Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna. 

Hér er dagskrá fyrir hjólaferðir um höfuðborgarsvæðið sem allir ættu að ráða við.

hh 2015 o5 550

Hittumst í opnu húsi.

Á Brekkustíg 2 er opið hús eftir kl. 20 fyrsta og þriðja fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Á efri hæðinni er spjallað og gluggað í blöð og bækur á bókasafninu okkar og viðgerðaraðstaðan á neðri hæðinni stendur félagsmönnum til boða til að græja hjólið og nýta sér sérhæfð verkfæri sem ekki allir eiga.

Fylgist með dagskránni á fjallahjolaklubburinn.is, það er alltaf eitthvað í gangi. Skráið ykkur á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Einnig fljóta ýmsar hjólafréttir og fróðleiksmolar með á póstlistann.

Verið ófeimin við að kíkja í heimsókn því opið hús er fyrir allt hjólafólk og vini þeirra.

Klúbbhús Fjallahjólaklúbbsins

Afslættir til félagsmanna.

Allar helstu hjólaverslanir og einnig tugir annarra aðila veita félagsmönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn framvísun félagsskírteinis.

Styðjið við starfsemina, takið þátt.

Félagsgjald er aðeins 2500 kr., 3500 kr. fyrir fjölskyldur og 1500 kr. fyrir yngri en 18 ára. Á vef klúbbsins eru upplýsingar um hvernig best er að hafa samband við okkur og ganga í klúbbinn og þá afslætti sem félagsmönnum bjóðast. www.fjallahjolaklubburinn.is

Fjallahjólaklúbburinn

Hjólreiðamenn eiga sér sameiginleg baráttumál og samstarfsvettvangur þeirra eru Landssamtök hjólreiðamanna.

Markmið ÍFHK er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna og mikið af þeirri vinnu fer fram innan LHM í góðri samvinnu við fólk í hinum félögunum. Á vef LHM blómstrar líka hjólamenningin með fjölbreyttum fréttum víðs vegar að ásamt fræðilegri umfjöllun í pistlum safn tengla um staðla og rannsóknir.  

Allir félagar í ÍFHK, HFR og Hjólamönnum eru jafnframt í Landssamtökum hjólreiðamanna (LHM).

Þessi vefur hjólreiðar.is  er samstarfsverkefni LHM og ÍFHK og er ætlað að hvetja til hjólreiða og stuðla að auknu öryggi með því að kenna grunnatriði samgönguhjólreiða.

Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi hafa undanfarna vetur staðið fyrir léttum hjólaferðum yfir vetrarmánuðina. Þær eru ókeypis og opnar öllum. Það er hjólað á götum þegar það hentar og gott fyrir nýliða að kynnast tækni samgönguhjólreiða í þessum hóp.

Laugardagsferðir Landssamtaka hjólreiðamanna

www.lhm.is

Landssamtök hjólreiðamanna

Hjólreiðafélag Reykjavíkur er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi.

Félagið stendur fyrir keppnum bæði á fjalla- og götuhjólum, auk þess sem á vegum félagsins eru stundaðar æfingar reglulega.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur er u.þ.b. 70 ára gamalt og hefur verið virkt af og til þann tíma. Félagið hefur staðið fyrir flestum hjólreiðakeppnum sem haldnar hafa verið hér á landi á þessum 70 árum, og krýnir á hverju ári bæði Íslands- og bikarmeistara í bæði fjalla- og götuhjólreiðum.

www.hfr.is

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

„Upphaf félagsins má rekja aftur til ársins 2008 þar sem Ólafur Baldursson sat við eldhúsborðið heima hjá foreldrum sínum og var að undirbúa sig fyrir hjólreiðakeppni frá Reykjavík til Akureyrar. Móðir Óla horfir á hann og segir „Óli minn, þú ert bjartur“. Óli stóð upp frá eldhúsborðinu og vissi strax að þarna var komið nafn á félagið sem hann ætlaði að skrá til keppni. Engar hetjusögur fara af þessari Akureyrarferð, en síðan þá hefur félagið safnað til sín öllum bestu hjólreiðamönnum landsins.

Íþróttafélagið var formlega stofnað 19. október 2011 og er Bjartur fyrsta hjólreiðafélagið í Hafnarfirði. Allir félagar hafa það sameiginlegt að elska hjólreiðar og eru ekkert að taka sig of alvarlega. Félagar í Bjarti hafa verið sýnilegir í öllum helstu hjólreiðakeppnum landsins.

Allir eru velkomnir í félagið sem geta hjólað. Stjórnin er skipuð fimm trúðum sem líta á sig sem skraut. Eitt af markmiðum stjórnar er að tryggja að félagsmenn fái frið til að hjóla.“

Nánari upplýsingar á vefnum bjartur.org

Hjólreiðafélagið Bjartur

„Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í Febrúar 2011 með það markmið að fjölga í og bæta keppnishjólreiðar, af öllum gerðum, á Íslandi. Við höfum það einnig að markmiði að stækka og bæta ímynd allra tegunda hjólreiða, hvort sem það eru samgönguhjólreiðar, keppnishjólreiðar eða bara hjólreiðar til skemmtunar. Tindur er löglegt íþróttafélag undir ÍSÍ - allir eru velkomnir í félagið.“

Nánari upplýsignar: tindur.org

Hjólreiðafélagið Tindur

Hjólreiðafélag Akureyrar var stofnað 2. maí 2012. Tilgangur félagsins er að efla hjólreiðar á Akureyri og í nágrenni. Kynna hjólreiðar sem jákvæða hreyfing og glæða áhuga almennings á gildi þeirra. Einnig skal félagið standa fyrir fræðslu og forvörnum er snúa að bættum hjólreiðasamgöngum.

Nánari upplýsingar: hfa.is

Hjólreiðafélag Akureyrar

Þríþrautarnefnd ÍSÍ heldur úti vefnum triathlon.is og þar má finna önnur þríþrautarfélög. Sjá nánar: triathlon.is

Þríþrautarnefnd ÍSÍ

„Hjólaræktin hefur starfað í allnokkur ár, en sífellt fleiri uppgötva hvað reiðhjólið er frábært til ferðalaga. Fastir liðir eru hjólatúrar á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum yfir vetrartímann en þegar kemur fram á sumar er stefnan gjarnan tekin á lengri túra.“

Sjá nánar hér um hjólaferðir Útivistar

Heimasíða: www.utivist.is

Facebook síða: https://www.facebook.com/utivist

Hjólarækt Útivistar

Hjólafærni á Íslandi býður upp á ýmiss konar hjólatengda fræðslumiðlun, m.a. er boðið upp á kennslu í samgönguhjólreiðum auk fyrirlestra og að koma með hjólatengda viðburði á vinnustaði eða skóla.

Samgönguhjólreiðar. Hádegisfyrirlestur um allt sem þarf að vita um hjólreiðar.

Dr. Bæk mætir með tæki og tól, leiðbeinir með létt viðhald á hjólinu meðan hann fer yfir það og gefur út hjólavottorð.

Hjólakennsla fyrir 2. – 4. manna hópa sem hljóta leiðsögn frá hjólafærnikennara.

Viðburðir. Dr. Bæk kemur á vorhátíðina eða aðstoðar við hjóladaga í skólanum eða fyrirtækinu.

www.hjólafærni.is

Hjólafærni á Íslandi

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. 

Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í upphafi maímánaðar ár hvert.

Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan margfaldaðist árin eftir að verkefnið fór af stað og hefur fjöldi þáttakanda náð yfir 11 þúsund sum árin.

Nánar hér: hjoladivinnuna.is

Hjólað í vinnuna - Um allt land

Hjólreiðasamband Íslands er sérsamband innan ÍSÍ og hét áður Hjólanefnd ÍSÍ og heldur úti vefnum Hjólamót.is

Vefurinn Hjólamót.is var hannaður til að færa alla starfsemi í kringum mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum á einn stað. Vefurinn samhæfir keppnisdagskrá allra félaga sem eru aðilar í ÍSÍ, og heldur utan um keppnir, úrslit, keppendur og aðra tölfræði tengda keppnum á Íslandi. Einnig er að finna á vefnum fréttir um keppnir og keppnishald, óháð hjólreiðafélögum eða einstaklingum.

Nánar hér: hjolamot.is

Hjólreiðasamband Íslands

Skemmtilegar hjólaleiðir

Hjólað er um góðan hjólreiðastíg á Kársnesi með smá viðkomu á Bakkabraut, hjólað er í gegnum Kópavogsdalinn og í gegnum tvenn undirgöng undir Breiðholtsbraut, þvera þarf Smiðjuveginn en þá er leiðin greið í Fossvogsdalnum. Hjólað er á samfelldum stíg að Snælandsskóla en þaðan þarf að hjóla á rólegu umferðargötunum Víðigrund og Birkigrund að Lundi. Einnig væri hægt að nota hjólabrautina í Fossvogsdalnum. Leiðin er 11,6 km.

hjolreidaleid kopavogshringur-w

skemmtilegar hjólaleiðir

Víða eru göngubrýr eða undirgöng undir umferðaræðar og stígar eru lagðir um vinsælar útvistarperlur eins og Elliðaárdalinn og Ægissíðu.

Sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið, þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni og notið útsýnisins, skoðað göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og gripið í nesti.

Staðirnir eru í Nauthólsvík, við Ægissíðu, við Gullinbrú, við Suðurlandsbraut gegnt Mörkinni, í Elliðaárdal og við Ánanaust. Reykjavíkurborg hefur lagt til númerakerfi fyrir stígakerfi höfuðborgarsvæðisins og merkt stíga skv. því .

IMG_7175

Hjólaferð um „Reykjavík á röngunni“ er fólgin í því að hjóla um falda göngustíga, þröngar götur, undirgöng og bakgarða. Þessa ferð má útfæra á marga vegu og má sérstaklega nefna bakstíga sem liggja frá Snorrabraut að Hringbraut þó ekki séu þeir samfelldir.

 IMG_7176

 skemmtilegar_hjolaleidir_2010

 

hringvegur


Stígur 1n Reykjavík - Mosfellsbær

Samfelldur stígur er alla leið meðfram Sævarhöfða, meðfram Elliðaárvogi, undir Gullinbrú en yfir Grafarvog, yfir Gufunes og með Leiruvogi og loks eftir allri ströndinni uns stígurinn sveigir í átt að miðbæ Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er m.a. hægt að skoða lystigarðinn á Stekkjarflöt á Varmárbökkum við Álafosskvos. Einnig er hægt að hjóla á stígakerfi að Gljúfrasteini og þá ertu kominn 1/3 af leiðinni til Þingvalla.


Stígur 1s Elliðaárdalur - Heiðmörk

Þessi leið liggur um gróðri vaxinn Elliðaárdal og meðfram ánni að Breiðholtsbraut og upp að göngum undir götuna til móts við Norðlingaholt. Þaðan er fylgt malbikuðum stígum að Rauðhólum og eftir vegi að Elliðavatnsbænum.

reykjavikurhringur leið tvö

Þetta er leiðin umhverfis Reykjavík vestan Elliðaáa og liggur meðfram Sæbraut, Geirs- og Mýrargötu, Ánanaust, Eiðisgranda, Ægissíðu og um Skerjafjörð og Fosvogsdal. Þetta er fjölfarnasti útivistarstígur landsins og eru stígar og aðbúnaður víðast hvar til mikillar fyrirmyndar. Leiðin er rúmlega 21 km og liggur að mestu meðfram strandlengjunni.

Þessa leið er tilvalið að lengja um 5,2 km með því að bæta hjólastíg 10 Seltjarnarneshring við.

grafarvogur

Í Grafarvogi er m.a. hægt hjóla út með Kleppsvík við fjöruborð. Þar er hægt að skoða höggmyndagarð Hallsteins Sigurðssonar og finna skemmtilega og krókótta hjólaleið sem liggur frá Grafarvoginum að Grafarholti.

 

Fáðu lista hjá Listasafni Reykjavíkur yfir styttur borgarinnar og skipulegðu ferð(ir) til að skoða þær.

Skoðaðu Ásmundarsafn, höggmyndagarðinn við Listasafn Einar Jónssonar við Freyjugötu, Lýðveldisgarðinn við danska sendiráðið, Hljómskálagarðinn, Miklatún og Laugardalinn.

skemmtilegar_hjolaleidir_2010

Perlan, Suðurhlíð, framhjá Nesti, eftir Sæbólsbraut, Ásabraut og stíg að Fífuhvammi, að Fífunni, undir Fímuhvammsveg og eftir stíg upp Smárana að Nónhæð.

Nánar hér

skemmtilegar hjólaleiðir

Sprengisandur, upp með Elliðaám, að Ártúnsskóla, um Kvíslar og Hálsa, yfir í Grafarvog. Um Foldir og Hamra, Bryggjuhverfi, Sævarhöfða og loks á kaffihús. Vegalengdin er um 13 km og hjólatími 105 mínútur.

skemmtilegar hjólaleiðir

Sprengisandur, upp Elliðaárdal og undir Höfðabakka við stíflu, yfir Vatnsveitubrú, fram hjá Fáki, yfir Dimmu (hjól borin), um Vatnsenda, meðfram Elliðavatni um Þingmannaleið og á Heimsenda.

Nánar hér

Víðast hvar er ágætis stígakerfi í nágrenni sveitarfélaga. Til dæmis hentar Akureyri mjög vel til hjólreiða enda eru fjölmargir leiðir og stígar í boði. Má þar m.a. nefna leiðina meðfram Glerá, í Naustaborgum og í Kjarnaskógi. Í Kjarnaskógi er þar að auki að finna fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins.

Á Ísafirði er hægt að hjóla á stíg í Tungudal en einnig er hægt að hjóla eftir þjóðvegunum, vegaslóðum og gömlum fjallvegum.

Víða er er að finna opna skóga og þangað er tilvalið að hjóla.

Það er kjörið að nýta sér hjólaleigur þegar ferðast er um landið og kynnast landinu með þeim einstaka hætti sem reiðhjól bjóða upp á.

Hvalfjörðurinn er um 62 km.

Þar er að finna marga áhugaverða staði og hann er tilvalinn fyrir dagsferð.

Árlega stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir óvenjulegri guðsþjónustu sem er í senn hjólaferð og messa.

Hjólað er á milli kirkna á utanverðum Reykjanesskaganum og á hverjum stað verður einn liður messunnar fluttur.

Nánar hér

Gott að vita...

Þú getur þetta! - Mýtur kveðnar niður

Þú getur þetta! - Mýtur kveðnar niður

Hvað þarf að gera til að hjólreiðar verði raunhæfur kostur fyrir þig? Við þekkjum það öll að vera föst í við
Samgönguhjólreiðar - öruggar hjólreiðar

Samgönguhjólreiðar - öruggar hjólreiðar

Reiðhjólið er ökutæki og hjólreiðamaðurinn er stjórnandi ökutækis. Hjólreiðamönnum farnast best þegar þeir haga s
Bílar og hjól, í sátt og samlyndi

Bílar og hjól, í sátt og samlyndi

Saman á götunum Reiðhjól eru ökutæki með sama rétt og bílar. Þau hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar. Þótt þau megi nota á gangstéttum njóta þau ekki sömu réttinda
Yfirförum hjólið reglulega

Yfirförum hjólið reglulega

Hér er tékklisti yfri nokkur atriði sem er gott að yfirfara reglulega á reiðhjólinu
Hvaða leið er best að hjóla?

Hvaða leið er best að hjóla?

Þegar bíllinn er skilinn eftir heima og hjólað af stað opnast nýr heimur undir berum himni með nýjum valkostum og það getur verið mikið ævintýri að upp­götva nýjar leiðir um borgina
Börnin elska að hjóla

Börnin elska að hjóla

Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að hjóla með ung börn og hér eru nokkur ráð til að tryggja að þau njóti ferðarinner til fulls. Munið að barn sem situr kyrrt er ekki að brenna s
Hjólabúðir og hjólaverkstæði

Hjólabúðir og hjólaverkstæði

Kortið að ofan sýnir ýmsa hjólatengda þjónustu sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu. Mynd í fullri stærð   Hjólabúðir og hjólaverkstæði eftir póstnúmerum samkv. skráningum J
Hjólað með alla fjölskylduna

Hjólað með alla fjölskylduna

Sífellt bætast áhugaverð og falleg reiðhjól í hóp þeirra fararskjóta sem renna eftir götum borgarinnar, eigendum sínum til gag
Létt viðhald fyrir alla

Létt viðhald fyrir alla

  Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar hjólið er tekið fram að vori. Þrýstingur í dekkjum er mældur í pundum. Það stendur á dekkjum hversu mikill þrýsti
Korter með sprungið dekk!

Korter með sprungið dekk!

Á vorin er algengt að dekkin undir hjólunum springi. Það er í beinum tengslum við fjölgun hjóla í umferðinni og illa sópaða st&
Hvernig hjól á ég að fá mér?

Hvernig hjól á ég að fá mér?

Hvernig hjól á ég að fá mér? Einföld spurning en svarið er langt frá því að vera einfalt. Mjög fjölbreytt úrval er til af hjólum en hvað af þeim hentar mér? Forsendurnar sem við
Þegar nýtt hjól er valið

Þegar nýtt hjól er valið

Hér eru nokkur sjónarmið sem hafa má í huga  til að hjálpa við ákvarðanatökuna.Tæknilegt: Hjólagerð: fjallahjól, blendingur, borgarhjól, dekkjastærð (26/28/29 tommu), gerð og
Þversagnir í öryggismálum hjólafólks

Þversagnir í öryggismálum hjólafólks

Ekki er allt sem sýnist í öryggismálum hjólafólks. Umræða um hjólreiðar snýr allt of oft að meintum hættum og öryggismálum þegar raunin er sú að þær eru alls ekkert hættulegar hel
Spáðu í mig

Spáðu í mig

Spáðu í hvað er í kringum þig þegar þú ert á ferðinni í borgarumhverfi. Gættu að fólkinu í kringum þig óháð því hvaða fararmáta það velur. Það er ekki bara kurteisi held
Atvinnuveitendur geta hvatt til hjólreiða

Atvinnuveitendur geta hvatt til hjólreiða

Það er víða verið að hvetja fólk til að hjóla til vinnu enda græða allir á því. Bresk stjórnvöld eru með athyglisvert verkefni sem hvetur atvinnuveitendur til að bjóða starfsfólki
Nokkrar hugmyndir fyrir vinnustaði til að efla hjólreiðar

Nokkrar hugmyndir fyrir vinnustaði til að efla hjólreiðar

1. Stofnun hjólaráðsStofnaðu hjólaráð til að móta þá stefnu og þær hugmyndir sem fyrirtækið/stofnunin gæti unnið eftir og væru líklegar til árangurs.Markmið ráðsins væri einnig
Hjólað yfir veturinn - Fimm góð ráð

Hjólað yfir veturinn - Fimm góð ráð

  1 Taktu því rólega Á veturna getur gripið verið ófyrirsjáanlegt vegna bleytu, sands eða jafnvel hálku. Farðu rólegar yfir og í beygjur og byrjaðu að hemla fyrr. N