16. júni 2012 var lagt í skrúðreið fólks um Reykjavík þar sem allir hjóluðu í sínu fínasta pússi og helst í tweedfatnaði enda var hér um að ræða svokallað Tweed Run að erlendum sið.  

IMG 9439

Herrar og dömur Reykjavíkur voru hvött til að fara í tweed jakkana og draktirnar eða annan álíka klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð.

 

 

IMG 6174

Skipuleggjendurnir: Alexander Schepsky, Birgitta og Jón Gunnar Tynes Ólasson

IMG 0211

Hjólað var um miðbæ Reykjavíkur, með stuttu stoppi við Norræna húsið þar sem Dill bauð hópnum í íste og svo endaði ferðin með síðdegishressingu í breskum anda á Kex.

IMG 0028

 

IMG 0546

Verðlaun fengu best klæddi herran og daman sem og sá sem var á glæsilegasta fararskjótanum.

Nánari upplýsingar um Tweed Run Reykjavík 2012 eru á heimasíðunni og á Facebook.