Spáðu í hvað er í kringum þig þegar þú ert á ferðinni í borgarumhverfi. Gættu að fólkinu í kringum þig óháð því hvaða fararmáta það velur. Það er ekki bara kurteisi heldur gerir það samfélagið allt öruggara.

Þú þarft ávallt að vera viðbúinn að taka tillit til annarra sem eru á ferð á sömu götu eða gangstíg, hvort sem þeir fara um á bíl, reiðhjóli eða gangandi.

Spáðu í hvað er í kringum þig því það gæti verið ég.

Hér eru nokkur góð ráð til að hjálpa þér að komast örugg/ur á leiðarenda.

 

 

Spáðu í þetta ef þú ferðast um á reiðhjóli:

Ef þú hringir bjöllunni vinalega á göngu- og hjólastígum lætur þú gangandi vita af þér og gefur þeim færi á að víkja ef þörf krefur.

Hafðu varann á þér þegar farið er yfir gatnamót, stundum skynja aðrir umhverfið öðruvísi en þú.

Fólk á ferðinni er mis reynslumikið. Haltu þig hægra megin á stígum svo aðrir eigi auðvelt með að fara framúr.

Gefðu merki áður en beygt er svo aðrir í kringum þig vita hvað þú ert að gera.

Rauð ljós og aðrar umferðarreglur gilda fyrir alla, líka hjólandi.

 

 

Spáðu í þetta ef þú ferð um gangandi:

Gangbrautir geta verið öruggustu staðirnir til að fara yfir götu. Farðu ávallt eftir götuljósum og öðrum merkjum svo bílstjórar og hjólandi viti hvers er von frá þér.

Stígar og gangstéttir eru fyrir bæði gangandi og hjólandi. Þú ættir alltaf að halda þig hægramegin og það sama á við ef barn eða hundur er með í för.

Líttu til beggja átta eftir umferð áður en þú ferð yfir götu, jafnvel á gangbraut. Athugaðu líka að á sumum einstefnugötum má hjóla í báðar áttir svo það má búast við hjólandi úr báðum áttum.

 

 

Spáðu í þetta ef þú ferð um á bíl:

Gættu ávallt að umhverfinu áður en bílhurð er opnuð og vertu viss um að engin reiðhjól eða önnur farartæki séu að nálgast.

Ef þú gætir ávallt að gangandi og hjólandi áður en beygt er getur þú forðað slysum og að leggja aðra í hættu.

Gættu ávalt að hjólandi áður en þú beygir inn í bílastæði.
 

Þýtt og staðfært frá Adelaide City Council
http://www.adelaidecitycouncil.com/explore-the-city/city-travelling-transport/beaware/