Eflum hjólreiðar

Tilgangur verkefnisins Hjólreiðar.is er að efla hjólreiðar á Íslandi með því að auka öryggi með fræðslu, hvetja til hjólreiða með því að kynna kostina og eyða mýtunum og ekki síst að breyta ímynd hjólreiða.

 

Samgönguhjólreiðar

Sestu bara á hjólið og hjólaðu. Bara þú og hjólið, báðar hendur á stýri og af stað með þig. Þetta er ekki flóknara en það. Það er samt ágætt að kynna sér tækni samgönguhjólreiða til að auka öryggið og efla sjálfsöryggið.

Kostir hjólreiða

Á þessum vef eru taldir upp ótal kostir hjólreiða, svo sem lengra líf og betri heilsa. Til að njóta kostanna þarftu bara að flétta hjólreiðum inn í daglegu rútínuna. Það þarf engar sérstakar hjólagræjur eða hjólafatnað. Það er ekkert sjálfsagðara en að hjóla ferða sinna í þeim fatnaði sem þú klæðist vanalega, hvort sem það eru gallabuxr eða fínni fatnaður, í strigaskóm eða á háum hælum.

Mýtum eytt

Reiðhjólið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í nútímasamfélagi en er oft fórnarlamb fordóma og ranghugmynda. Það þarf að draga hjólreiðarnar af jaðrinum og inn í hversdagsleikann þar sem almenningi finnst jafn sjálfsagt að hjóla á milli staða eins og að nýta sér aðra fararmáta.

 

Fyrirmyndir

Á hjólreiðar.is er ætlunin að reyna að sýna að íslendingar hjóla líka með stíl. Ljósmyndarinn fangar lífið á götum Íslands og víðar, fólk að fara ferða sinna á reiðhjóli í sínum venjulega fatnaði.

Ef þú rekst á mynd af þér sem þú vilt láta taka út eða fá hana senda þarftu bara að senda okkur póst. Óheimlt er að endurbirta myndirnar nema til persónulegra nota og skal þá uppruni koma skýrt fram ásamt tengli á hjólreiðar.is. Auðsótt mál er að fá að nota myndirnar vegna annarar útgáfu en vinsamlega hafið samband við okkur fyrst með tölvupósti.

 

Viltu taka þátt?

Ef þú átt skemmtilegar myndir í þessum dúr máttu endilega senda þær á netfangið okkar með smá texta um þær.

 

Ritstjóri

Verkefnið hjólreiðar.is er hugarfóstur Páls Guðjónssonar sem jafnframt ritstýrir því. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenska fjallahjólaklúbbinn sem jafnframt styrkja verkefnið ásamt fjölmörgum aðilum í gegnum tíðina. Reykjavíkurborg er stærsti styrktaraðilinn 2015 og 2016.

Allar ljósmyndir © Páll Guðjónsson nema annað sé tekið fram að vörumyndum undanskyldum undir flokknum föt og fylgihlutir.

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.