1
Taktu því rólega
Á veturna getur gripið verið ófyrirsjáanlegt vegna bleytu, sands eða jafnvel hálku. Farðu rólegar yfir og í beygjur og byrjaðu að hemla fyrr. Nagladekk undir reiðhjólum gefa ótrúlega gott grip í hálku
2
Láttu ljós þitt skína
Áreiðanleg hjólaljós sem lýsa vel í bleytu og kulda eru algjör nauðsyn. Sum eru með USB hleðslu svo auðvelt er að hlaða þau í vinnunni.
3
Hlífðu þér
Göturnar eru oft sóðalegar á veturna. Jafnvel þegar þær eru ekki blautar er salt og sandur sem dekkin dreifa yfir þig. Fáðu þér bretti á hjólið til að hlífa þér, helst með drullusokkum.
4
Klæddu þig eftir hentugleikum
Með fjölhæfum fatnaði er hægt að velja nokkuð sem hentar bæði ferðinni og áfangastaðnum. Vatns- og vindvarin yfirhöfn úr náttúrulegum efnum heldur á þér hita og heldur þér þurri/um.
5
Njóttu náttúrunnar
Að hjóla í svölu vetrarloftinu og fá jafnvel smá bleytu á leiðinn og koma svo inn í hlýjuna er bara yndislegt, njóttu þess sem oftast.