
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar hjólið er tekið fram að vori.
Þrýstingur í dekkjum er mældur í pundum. Það stendur á dekkjum hversu mikill þrýstingur á að vera. Grennri dekk þola meiri þrýsting. Hjólið rennur betur og það springur síður ef réttur þrýstingur er í dekkjum.
Að pumpa í dekk með frönskum ventli. Nota þarf sérstakar hjólapumpur eða kaupa lítið millistykki í hjólabúðum sem skrúfað er á ventilinn. Þegar pumpað er í þarf að . Skrúfa síðan aftur fast þegar loftið er komið í.
Að pumpa í dekk með bílaventli. Flestar bensínstöðvar eru með mæli við dæluna. Lesið er á dekkið hver ráðlagður þrýstingur er (psi) og pumpið í þann þrýsting.


Hæð á hnakk miðast við leggjalengd þess sem notar hjólið hverju sinni. Við sætispípuna er lítið handfang sem losað er til að stilla hæðina. Gott er að miða við að fóturinn sé beinn þegar hæll er á pedala í neðstu stöðu.


Oftast er losað um sætispóstinn með sveif en stundum þarf að losa sexkannt.
Að stilla hnakkinn. Flesta hnakka er auðvelt að stilla. Undir þeim er skrúfa sem losuð er með sexkant. Hnakkurinn er stilltur láréttur. Sumum finnst gott að láta hnakknefið örlítið niður að framan. Hnakkinn er líka hægt að draga fram eða aftur um nokkara sentimetra.

Keðjuna þarf að smyrja reglulega. WD-40 er ágæt til að hreinsa en hún smyr ekki. Mikilvægt er að smyrja alla keðjuna með keðjuolíu og þurrka umframolíu af svo hún fari ekki í föt.
Texti Guðný Einarsdóttir
Myndir Freyr Frankson