Flott fólk
Kökusendillinn
Þetta er Ben Mathis sem rekur Hveiti og smör, bakar allt sjálfur og hjólar með gómsæta eftirrétti til viðskiptavina. Frosti Jónsson aðstoðarljósmyndarinn okkar náði þessari mynd af honum í vikunni og á ekki orð til að lýsa ánægju sinni með kökurnar.
Það er stíll yfir þessum rekstri og í fréttum kvöldsins var viðtal við Ben: http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/08032012/askriftarbakari
Heimasíðan er: Hveiti og smör
Hér er önnur mynd af facebook síðunni: facebook.com/hveitiogsmjor
Hjólað í snjónum
Til að byrja með verða flestar myndir hér teknar úr myndasafninu en hér eru tvær sem voru teknar í dag
Þessar tvær voru teknar í snjónum við Miklubraut í janúar 2012
Ráðstefnurúntur
15. september 2011 kvöldið fyrir hjólaráðstefnuna „Hjólað til framtíðar“ var hjólað í góðum hóp um borgina. Hér eru Marc van Woudenberg frá the Dutch Cycling Embassy og eigandi Amsterdamize.com ásamt Troels Andersen, frá Fredericia Cykelby og Cycling embassy of Denmark.
Aðstandendur og erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“sem má skoða hér: Hjólum til framtíðar, ráðstefna um eflingu hjólreiða til samgangna