Hvaða leið er best að hjóla?

Hvaða leið er best að hjóla?

Þegar bíllinn er skilinn eftir heima og hjólað af stað opnast nýr heimur undir berum himni með nýjum valkostum og það getur verið mikið ævintýri að upp­götva nýjar leiðir um borgina. Má þar nefna leiðina meðfram suðurströnd Reykjavíkur inn í Fossvog og alla leið upp í Heiðmörk þar sem hægt er að forðast samneyti við bílaumferð að mestu alla leið. Einnig er hægt að hjóla á móti umferð í einstefnugötum uppi á gangstétt eða þar til gerðum hjólastígum.

Skemmtilegast getur verið að uppgötva þessar leiðir í góðum félagsskap t.d. í rólegu þriðjudagskvöldferðunum okkar í Fjalla­hjóla­klúbbnum á sumrin.

Það er fjöldi appa sem virka sem leiðsögutæki og byggja yfirleitt á gögnum frá Google Maps eða Open Street Map. Þau bjóða þér að velja mismunandi fararmáta, gangandi, hjólandi, almenningssamgögnur og einkabíll. Hér eru nokkur dæmi.

 

Hjólavefsjá Bikecitizen

Á vefnum bikecitizens.net er hjólavefsjá sem finnur hentuga leið eftir þeim forsendum sem þú velur

Ef þú ert með snjallsíma getur þú líka náð í appið og fengið leiðsögn jafnóðum.

bikecitizens hjólavefsjáin

Hjólavefsjá Cycle.Travel

Á vef cycle.travel er hjólavefsjá sem finnur hentuga leið eftir þeim forsendum sem þú velur. Þar er t.d. hægt að velja að leiðin sé á hjólastígum.

Ef þú ert með snjallsíma getur þú líka náð í appið og fengið leiðsögn jafnóðum.

Cycle.Travel hjólavefsjáin

Strava leiðir

Fjöldi fólks skráir ferðir sínar hjá Strava og það getur verið fróðlegt að skoða hvar notendur forritsins hjóla mest og hvaða leið þeir velja milli hverfa, sveitafélaga o.s.frv. Reyndar eru notendur Strava meira keppnisfólk að æfa sig heldur en almenningur að dóla sér í vinnuna en þetta er góð viðmiðun ef þú ratar ekki úr Grafarvog í Hafnarfjörð. Á myndinni sést Strava heatmap sem sýnir rautt þar sem mest er hjólað og blátt og daufara þar sem minna er hjólað.

labs.strava.com/heatmap

strava heatmap

 

 

Yfirförum hjólið reglulega

Yfirförum hjólið reglulega

Yfirförum hjólið reglulega - tékklisti

Hér er tékklisti yfri nokkur atriði sem er gott að yfirfara reglulega á reiðhjólinu

Spáðu í mig

Spáðu í mig

Spáðu í hvað er í kringum þig þegar þú ert á ferðinni í borgarumhverfi. Gættu að fólkinu í kringum þig óháð því hvaða fararmáta það velur. Það er ekki bara kurteisi heldur gerir það samfélagið allt öruggara.

Þú þarft ávallt að vera viðbúinn að taka tillit til annarra sem eru á ferð á sömu götu eða gangstíg, hvort sem þeir fara um á bíl, reiðhjóli eða gangandi.

Spáðu í hvað er í kringum þig því það gæti verið ég.

Hér eru nokkur góð ráð til að hjálpa þér að komast örugg/ur á leiðarenda.

 

 

Spáðu í þetta ef þú ferðast um á reiðhjóli:

Ef þú hringir bjöllunni vinalega á göngu- og hjólastígum lætur þú gangandi vita af þér og gefur þeim færi á að víkja ef þörf krefur.

Hafðu varann á þér þegar farið er yfir gatnamót, stundum skynja aðrir umhverfið öðruvísi en þú.

Fólk á ferðinni er mis reynslumikið. Haltu þig hægra megin á stígum svo aðrir eigi auðvelt með að fara framúr.

Gefðu merki áður en beygt er svo aðrir í kringum þig vita hvað þú ert að gera.

Rauð ljós og aðrar umferðarreglur gilda fyrir alla, líka hjólandi.

 

 

Spáðu í þetta ef þú ferð um gangandi:

Gangbrautir geta verið öruggustu staðirnir til að fara yfir götu. Farðu ávallt eftir götuljósum og öðrum merkjum svo bílstjórar og hjólandi viti hvers er von frá þér.

Stígar og gangstéttir eru fyrir bæði gangandi og hjólandi. Þú ættir alltaf að halda þig hægramegin og það sama á við ef barn eða hundur er með í för.

Líttu til beggja átta eftir umferð áður en þú ferð yfir götu, jafnvel á gangbraut. Athugaðu líka að á sumum einstefnugötum má hjóla í báðar áttir svo það má búast við hjólandi úr báðum áttum.

 

 

Spáðu í þetta ef þú ferð um á bíl:

Gættu ávallt að umhverfinu áður en bílhurð er opnuð og vertu viss um að engin reiðhjól eða önnur farartæki séu að nálgast.

Ef þú gætir ávallt að gangandi og hjólandi áður en beygt er getur þú forðað slysum og að leggja aðra í hættu.

Gættu ávalt að hjólandi áður en þú beygir inn í bílastæði.
 

Þýtt og staðfært frá Adelaide City Council
http://www.adelaidecitycouncil.com/explore-the-city/city-travelling-transport/beaware/

Hjólað yfir veturinn - Fimm góð ráð

Hjólað yfir veturinn - Fimm góð ráð

 

1

Taktu því rólega

Á veturna getur gripið verið ófyrirsjáanlegt vegna bleytu, sands eða jafnvel hálku. Farðu rólegar yfir og í beygjur og byrjaðu að hemla fyrr. Nagladekk undir reiðhjólum gefa ótrúlega gott grip í hálku

 

2

Láttu ljós þitt skína

Áreiðanleg hjólaljós sem lýsa vel í bleytu og kulda eru algjör nauðsyn. Sum eru með USB hleðslu svo auðvelt er að hlaða þau í vinnunni.

 

3

Hlífðu þér

Göturnar eru oft sóðalegar á veturna. Jafnvel þegar þær eru ekki blautar er salt og sandur sem dekkin dreifa yfir þig. Fáðu þér bretti á hjólið til að hlífa þér, helst með drullusokkum.

 

4

Klæddu þig eftir hentugleikum

Með fjölhæfum fatnaði er hægt að velja nokkuð sem hentar bæði ferðinni og áfangastaðnum. Vatns- og vindvarin yfirhöfn úr náttúrulegum efnum heldur á þér hita og heldur þér þurri/um.

 

5

Njóttu náttúrunnar

Að hjóla í svölu vetrarloftinu og fá jafnvel smá bleytu á leiðinn og koma svo inn í hlýjuna er bara yndislegt, njóttu þess sem oftast.

Hjólabúðir og hjólaverkstæði

Hjólabúðir og hjólaverkstæði

Kortið að ofan sýnir ýmsa hjólatengda þjónustu sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu. Mynd í fullri stærð

 

Hjólabúðir og hjólaverkstæði eftir póstnúmerum samkv. skráningum Já.is:

 

101 Reykjavík

Borgarhjól ehf, Hverfisgötu 50, s. 551 5653, www.borgarhjol.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Rafmagnshjól ehf, Fiskislóð 45, s: 534 6600, rafmagnshjol.is

 

103 Reykjavík

Útilíf - verslun Kringlunni, s:545 1500, www.utilif.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

104 Reykjavík

Vistin - útivist og fleira ehf, Njörvasund 40, 104 Reykjavík.  vistin.is

 

108 Reykjavík

Reiðhjólaverzlunin Berlin, Ármúli 4, s:  5577777. www.reidhjolaverzlunin.is

Everest, Skeifunni 6, s. 533 4450, www.everest.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

GÁP Fjallahjólabúðin, Faxafeni 7, s. 520 0200, www.gáp.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kría Hjól ehf , Skeifunni 11b, s. 534 9164, kriacycles.com, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Markið, Ármúla 40, s. 517 4600, markid.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tri, Suðurlandsbraut 32, s: 571 8111, www.tri.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Örninn Reiðhjólaverslun, Faxafen 8, s. 588 9890, orninn.is

 

110 Reykjavík

Reiðhjóla- og sláttuvélaþjónustan ehf, Vagnhöfða 6, s. 821 0040. www.reidhjol.com

 

200 Kópavogi

Hjólið ehf, Smiðjuvegi 9 gul gata, s. 561 0304

Hvellur, Smiðjuvegi 30 rauð gata, s. 577 6400, hvellur.com, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

201 Kópavogi

Útilíf - verslun Smáralind, Hagasmára 1, 2s. 545 1500, www.utilif.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

220 Hafnarfirði

Hjólasprettur ehf. Dalshrauni 13, s. 565 22 92, hjolasprettur.is, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

300 Akranes

Reiðhjólaverslun og verkstæði Axels - Axelsbúð hjólaverkstæði, Merkigerði 2, 300 Akranesi. axelsbud.is

 

600 Akureyri

Sportver ehf, Glerártorgi, s. 461 1445. Facebook síða

 

603 Akureyri

Skíðaþjónustan, Fjölnisgötu 4b, s. 462 1713. www.skidathjonustan.com

 

700 Egilsstöðum

Verslunin Vaskur, Miðás 7b, s. 470 0010

 

Vefverslanir

Ofsi hjól ehf, ofsi.isThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,

 

Auk þessa eru hjól og fylgihlutir seldir í Hagkaupum, Byko, Húsasmiðjunni og Ellingsen.

Hjólafærni á Íslandi hefur undanfarin ár gefið út kort á ensku þar sem taldir eru upp aðilar sem þjónusta reiðhjól, selja eða leigja um land allt. Kortið er eingöngu á ensku en ætti að skiljast vel. Nánar á vef Hjólafærni: hjolafaerni.is


Upphaflega tekið saman í apríl 2011: Sesselja Traustadóttir

Síðast uppfært nóvember 2023: Páll Guðjónsson

Kort: Ásbjörn Ólafsson