Gamli Kópavogshringurinn

Hjólað er um góðan hjólreiðastíg á Kársnesi með smá viðkomu á Bakkabraut, hjólað er í gegnum Kópavogsdalinn og í gegnum tvenn undirgöng undir Breiðholtsbraut, þvera þarf Smiðjuveginn en þá er leiðin greið í Fossvogsdalnum. Hjólað er á samfelldum stíg að Snælandsskóla en þaðan þarf að hjóla á rólegu umferðargötunum Víðigrund og Birkigrund að Lundi. Einnig væri hægt að nota hjólabrautina í Fossvogsdalnum. Leiðin er 11,6 km.

hjolreidaleid kopavogshringur-w

Hjólað milli kirkna á Reykjanesskagnum

Árlega stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir óvenjulegri guðsþjónustu sem er í senn hjólaferð og messa.

Hjólað er á milli kirkna á utanverðum Reykjanesskaganum og á hverjum stað verður einn liður messunnar fluttur.

Meira...

Perluferð

skemmtilegar_hjolaleidir_2010

Perlan, Suðurhlíð, framhjá Nesti, eftir Sæbólsbraut, Ásabraut og stíg að Fífuhvammi, að Fífunni, undir Fímuhvammsveg og eftir stíg upp Smárana að Nónhæð.

Meira...

Heimsendi

skemmtilegar hjólaleiðir

Sprengisandur, upp Elliðaárdal og undir Höfðabakka við stíflu, yfir Vatnsveitubrú, fram hjá Fáki, yfir Dimmu (hjól borin), um Vatnsenda, meðfram Elliðavatni um Þingmannaleið og á Heimsenda.

Meira...

Kaffihúsaferð

skemmtilegar hjólaleiðir

Sprengisandur, upp með Elliðaám, að Ártúnsskóla, um Kvíslar og Hálsa, yfir í Grafarvog. Um Foldir og Hamra, Bryggjuhverfi, Sævarhöfða og loks á kaffihús. Vegalengdin er um 13 km og hjólatími 105 mínútur.