Víðast hvar er ágætis stígakerfi í nágrenni sveitarfélaga. Til dæmis hentar Akureyri mjög vel til hjólreiða enda eru fjölmargir leiðir og stígar í boði. Má þar m.a. nefna leiðina meðfram Glerá, í Naustaborgum og í Kjarnaskógi. Í Kjarnaskógi er þar að auki að finna fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins.
Á Ísafirði er hægt að hjóla á stíg í Tungudal en einnig er hægt að hjóla eftir þjóðvegunum, vegaslóðum og gömlum fjallvegum.
Víða er er að finna opna skóga og þangað er tilvalið að hjóla.
Það er kjörið að nýta sér hjólaleigur þegar ferðast er um landið og kynnast landinu með þeim einstaka hætti sem reiðhjól bjóða upp á.