Árlega stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir óvenjulegri guðsþjónustu sem er í senn hjólaferð og messa.

Hjólað er á milli kirkna á utanverðum Reykjanesskaganum og á hverjum stað verður einn liður messunnar fluttur.

Leiðin er Keflavíkurkirkja – Útskálakirkja – Hvalneskirkja – Kirkjuvogskirkja – Keflavíkurkirkja.

Leiðin eru rúmir 40 km og er yfirleitt frá kl.10-17.

Sjá t.d. frétt um ferðina 2011: Eiríksreið, hjólað á milli kirkna á Suðurnesjum


„Hjólað á milli kirkna á Suðurnesjum: Keflavíkur-, Útskála-, Hvalsnes- og Kirkjuvogskirkja heimsóttar. Einn liður guðsþjónustunnar lesinn á hverjum stað. Ferðin er farin til minningar um sr. Eirík Brynjólfsson sem þjónaði þessu svæði á fyrri hluta 20. aldar og notaðist við hjólhest í embættiserindum sínum. Lagt er af stað frá Keflavíkurkirkju kl. 10:00. Komið er aftur til Keflavíkur um kl. 16:00. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Allir velkomnir!“