Það hefur verið leitun að góðum verslunum með vörur fyrir þá sem nýta reiðhjólið sem samgöngutæki og gera kröfur um gæði  og stíl sem á ekkert skilt við keppnisíþróttir. Reykjavík er í fremstu röð með hina glæsilegu Reiðhjólaverzlun Berlin. Nú er Brooks búið að opna glæsilega verslun í London sem þeir lýsa sem Dómkirkju Brooks. Þeir eru víðfrægir fyrir leðurhnakkana sína en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er verslunin hin glæsilegasta og vörurnar líka.

Sjá nánar hér: http://blog.brooksengland.com/wps/b1866-london/