Hjólaði heilsuna í lag

Fyrir tveim árum vó Gary Brennan 249 kg. Hann var aðeins 27 ára,  tveggja barna faðir og hafði greinst með sykursýki 2, of háan blóðþrýsting og kæfisvefn. Heilsan var orðin svo slæm að eini valkosturinn var að senda hann í magahjáveituaðgerð.

Hann ákvað að hann þyrfti að gera eitthvað í sínum málum meðan hann biði efir að komast í aðgerðina. Hann vildi styrkja sig og fór að hjóla í vinnuna. Fyrst aðeins hluta leiðarinnar og afganginn með lestinni.

Innan 6 mánaða hafði hann lést svo mikið að hann uppfyllti ekki lengur skilyrðin fyrir maga hjáveituaðgerðinni.
„Í dag er ég kominn niður í 94 kg og búinn að léttast um 155 kg með hjólreiðum, hollum mat og miklum sjálfsaga. Þó telst ég enn í yfirvigt.“

„Það eru reglulega greinar í blöðum um leiðir til að léttast, og það er fjöldi fólks sem er allt of feitt og þarfnast greinilega aðstoðar og ráðgjafar og kannski smá innblásturs. Ég þurfti sannarlega á því að halda þegar ég byrjaði.“

„Í dag hjóla ég 40-50 km daglega. Sl. ár hef ég tekið þátt í fjórum góðgerðarviðburðum þar sem ég hjólaði 100 km og ég mun taka þátt í fleirum slíkum á næstu árum. Ég hef trú á að með því að miðla minni reynslu sé ég að leggja mitt af mörkum til að bæta lýðheilsu hér og sýna fólki hverju er hægt að áorka með viljastyrk, þrautseigju og afar litlum útgjöldum.“

Hann lýsir reynslu sinni í máli og myndum á bloggsíðu sinni: theamazing39stonecyclist.wordpress.com

sdc133541-e1297002993840

 

3rdside1

 

img_03421

 

3rdfront

 

img_0344

 

1g4d0096

ary Brennan 249 kg. Hann var aðeins 27 ára,  tveggja barna faðir og hafði greinst með sykursýki 2, of háan blóðþrýsting og kæfisvefn. Heilsan var orðin svo slæm að eini valkosturinn var að senda hann í magahjáveituaðgerð.
Hann ákvað að hann þyrfti að gera eitthvað í sínum málum meðan hann biði efir að komast í aðgerðina. Hann vildi styrkja sig og fór að hjóla í vinnuna. Fyrst aðeins hluta leiðarinnar og afganginn með lestinni.
Innan 6 mánaða hafði hann lést svo mikið að hann uppfyllti ekki lengur skilyrðin fyrir maga hjáveituaðgerðinni.
„Í dag er ég kominn niður í 94 kg og búinn að léttast um 155 kg með hjólreiðum, hollum mat og miklum sjálfsaga. Þó telst ég enn í yfirvigt.“
„Það eru reglulega greinar í blöðum um leiðir til að léttast, og það er fjöldi fólks sem er allt of feitt og þarfnast greinilega aðstoðar og ráðgjafar og kannski smá innblásturs. Ég þurfti sannarlega á því að halda þegar ég byrjaði.“
„Í dag hjóla ég 40-50 km daglega. Sl. ár hef ég tekið þátt í fjórum góðgerðarviðburðum þar sem ég hjólaði 100 km og ég mun taka þátt í fleirum slíkum á næstu árum. Ég hef trú á að með því að miðla minni reynslu sé ég að leggja mitt af mörkum til að bæta lýðheilsu hér og sýna fólki hverju er hægt að áorka með viljastyrk, þrautseigju og afar litlum útgjöldum.“
Hann lýsir reynslu sinni í máli og myndum á bloggsíðu sinni:
theamazing39stonecyclist.wordpress.com