Bílar og hjól, í sátt og samlyndi

Saman á götunum

Reiðhjól eru ökutæki með sama rétt og bílar.
Þau hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar.
Þótt þau megi nota á gangstéttum njóta þau ekki sömu réttinda þar.
saman-a-gotunum

 

Varúð við framúrakstur

Þegar ekið er framúr hjólreiðamanni á að vera minnst 1.5 m. bil frá spegli á bíl að stýrisenda á reiðhjóli. Á venjulegri íslenskri 3,5 m. breiðri akbraut þarf bíll að fara yfir akbrautarlínu/miðlínu til að hafa nægjanlegt bil við framúrakstur.

   IMG_7478

Best er að slá af hraða og færa sig tímanlega út til hliðar til að gefa bílstjórum fyrir aftan tækifæri til að sjá hjólreiðamanninn. Ekki á að flauta við framúrakstur.

 

Víkjandi staða – framúrakstur mögulegur

Hjólreiðafólk tekur sér víkjandi stöðu um 1 m hægra megin við umferðarstraum á akrein og ekki nær vegbrún en 0,5 m til að tryggja öryggi sitt á akbrautinni. Bílar geta farið framúr en hjólreiðamaður getur forðast fyrirstöður, sem oft eru við vegbrúnina, til dæmis glerbrot, niðurföll, holur og steina.
vikjandi stada

 

Ríkjandi staða – framúrakstur ekki mögulegur

Hjólreiðafólk tekur sér ríkjandi stöðu á miðri akrein til að tryggja öryggi sitt þegar aðstæður leyfa ekki framúrakstur, til dæmis vegna þrengsla. Einnig er ríkjandi staða til að tryggja sýnileika hjólreiðamanns við gatnamót og til að hann hafi betri yfirsýn.
rikjandi 

 

Ríkjandi staða – framúrakstur ekki mögulegur

 

Gefið hjólreiðafólki pláss

Hjólreiðafólk þarf sitt pláss á götunni líkt og aðrir ökumenn. Ef farið er of nálægt aftan frá eða frá hlið er það óþægilegt og skapar hættu ef eitthvað kemur upp á. Hjólreiðafólk getur þurft að víkja skyndilega frá fyrirstöðu sem er á götunni og þarf þá að beygja  eða bremsa. Samkvæmt umferðarlögum má ekki fara fram úr hjólandi nema hafa amk. 1½ meter á milli.

meira-plass
vikja 15
 Give Me Cycle Space Poster

 

Hjólavísar

Hjólavísar leiðbeina hjólreiðafólki um staðsetningu og minna bílstjóra á að þeir deila götunni með öðrum. Þeir veita ekki forgang í umferðinni.
Hjólavísar

 

Takmarkið hraða

Í borgarumferð er meðalhraði reiðhjóla um 10-25 km/klst en meðalhraði bíla um 15-35 km/klst. Hjólreiðafólki stafar ógn af miklum hraða bíla og skyndilegri hraðaaukningu.
Takmarkið hraða og akið á jöfnum hraða.
30kmh-coloured-e1346495642439

 

Varúð við gatnamót

Bílstjórar sjá hjólreiðamenn og vélhjólamenn síður en bíla við gatnamót. Venjið ykkur á að líta eftir öllum ökutækjum við gatnamót.
Lítið einnig á gangstéttina beggja vegna áður en beygt er, þar gæti verið barn á hjóli. Flýtið ykkur hægt um gatnamót.
Hard-to-see-300

 

 Athugið blinda blettinn

Þegar horft er í baksýnispegil er oftast blindur blettur þar sem hlutir sjást ekki. Gætið að hjólreiðamönnum á akbraut eða gangstétt hægra megin við ykkur þegar þið takið hægri beygju með því að líta yfir öxlina til hægri.
ride_pic_blindspot

 

Varúð þegar bílhurð er opnuð

Þegar bíl er lagt í stæði í götu og hurðin er opnuð þarf að líta í baksýnisspegilinn og yfir öxlina og gæta að því að enginn sé að koma.

look for cyclists
doorprizeweb

 

Varúð við innkeyrslur

Þegar ekið er úr innkeyrslu þarf að gæta að umferð á gangstétt og götu áður en farið er út. Stöðva þarf við brún innkeyrslu, líta til beggja hliða, fara varlega yfir gangstéttina og stöðva við gangstéttarbrún, líta eftir umferð og fara svo út á götu.
2799212338_cbf8bae528

 

Hugið að börnum

Börn hjóla oft eftir gangstéttum og gæta ekki að hraða hjólsins við innkeyrslur. Þau geta þegar minnst varir sveigt yfir götu. Lærið að þekkja hvar búast má við börnum úti á götu og gætið sérstaklega að þar sem stígar þvera götu. Akið gætilega.
Hugið að börnum

 

 

Leggið löglega

Þegar bílum er lagt ólöglega þar sem gangandi og hjólandi eiga leið um, skapar það hættu og hindrar för.
Leggið löglega

 

Hafið hugann við aksturinn

Ekki tala í síma við akstur eða gera annað sem dregur hugann frá akstrinum, það eykur slysahættu.

Hvað er mikilvægast?

 

Árni Davíðsson, hjólafærnikennari.

Myndir, Páll Guðjónsson og fl.
Einnig efni úr ýmsum erlendum kynningarherferðum - sumar þýddar og staðfærðar.

Uppfært 2016