Hjólreiðafélagið Bjartur

„Upphaf félagsins má rekja aftur til ársins 2008 þar sem Ólafur Baldursson sat við eldhúsborðið heima hjá foreldrum sínum og var að undirbúa sig fyrir hjólreiðakeppni frá Reykjavík til Akureyrar. Móðir Óla horfir á hann og segir „Óli minn, þú ert bjartur“. Óli stóð upp frá eldhúsborðinu og vissi strax að þarna var komið nafn á félagið sem hann ætlaði að skrá til keppni. Engar hetjusögur fara af þessari Akureyrarferð, en síðan þá hefur félagið safnað til sín öllum bestu hjólreiðamönnum landsins.

Íþróttafélagið var formlega stofnað 19. október 2011 og er Bjartur fyrsta hjólreiðafélagið í Hafnarfirði. Allir félagar hafa það sameiginlegt að elska hjólreiðar og eru ekkert að taka sig of alvarlega. Félagar í Bjarti hafa verið sýnilegir í öllum helstu hjólreiðakeppnum landsins.

Allir eru velkomnir í félagið sem geta hjólað. Stjórnin er skipuð fimm trúðum sem líta á sig sem skraut. Eitt af markmiðum stjórnar er að tryggja að félagsmenn fái frið til að hjóla.“

Nánari upplýsingar á vefnum bjartur.org

|