Reiðhjólaverzlunin Berlin

334880 288276557937782 1884348392 o

Nýlega opnaði Reiðhjólaverzlunin Berlin á Snorrabraut sem kemur með nýjar áherslur á íslenska markaðinn. Þetta er ekki sportverslun heldur sérhæfir Reiðhjólaverzlunin Berlin sig í klassískum hjólum og fatnaði.

Áhersla er lögð á falleg hjól til daglegra nota ásamt klæðnaði sem bæði hæfir til hjólreiða sem og til daglegs brúks. Gömul og góð gildi eins og gæði, virðing og fágun eru okkar leiðarljós og munu endurspeglast í vörum þjónustu og kultur verslunarinnar.

Verslunin er staðsett á Snorrabraut 56 (bakdyramegin/upp stigann), sjá nánar á facebook síðu þeirra.

Verslunin er rekin af Alexander og Jón Gunnar sem stóðu fyrir glæsilegri tweed skrúðreið í sumar og mátti þar sjá að auðvelt er að hjóla um Reykjavík með stæl.

Alexander, Birgitta og Jón Gunnar

Hér eru nokkrar svipmyndir úr versluninni af facebook síðu þeirra og af vörunum sem þar eru seldar.

Við mælum með heimsókn í Reiðhjólaverzlunina Berlin