New Looxs hjólatöskurnar koma frá hjólalandinu Hollandi. Töskurnar eru flottar og praktískar. Þær eru hannaðar með það í huga að líta út sem venjulegar töskur. Töskurnar líta ekki út fyrir að vera hjólatöskur, því bögglaberakrókarnir eru faldir innaní vasa með rennilás á bakhlið. Flestar handtöskurnar eru með stillanlega axlaról, sem hægt er að fela eða fjarlægja eftir þörfum. Þær eru m.a. seldar í versluninni Rafmagnshjól á Fiskislóð 45.
Fylgihlutir
Praktískar og flottar töskur á hjólið
Glæsilegar töskur á hjólið
Þessar flottu töskur frá New Loox eru nú fáanlegar hérlendis í Reiðhjólaverzluninni Berlin. Þær líta út eins og venjulegar töskur en bak við lítinn flipa leynast krókar svo auðvelt er að hengja þær á bögglaberann og láta reiðhjólið um að bera hana.
Hjólreiðaverslanir fyrir lífskúnstnera
Það hefur verið leitun að góðum verslunum með vörur fyrir þá sem nýta reiðhjólið sem samgöngutæki og gera kröfur um gæði og stíl sem á ekkert skilt við keppnisíþróttir. Reykjavík er í fremstu röð með hina glæsilegu Reiðhjólaverzlun Berlin. Nú er Brooks búið að opna glæsilega verslun í London sem þeir lýsa sem Dómkirkju Brooks. Þeir eru víðfrægir fyrir leðurhnakkana sína en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er verslunin hin glæsilegasta og vörurnar líka.
Sjá nánar hér: http://blog.brooksengland.com/wps/b1866-london/
Upplýstar ólar
Hér er ein leið til að vera sýnilegri eftir að tekur að rökkva. Þessar upplýstu ólar eru útbúnar LED ljósum og rafhöðurnar eru hlaðnar með USB snúru. Og þessi ljós nýtast ekki aðeins á reiðhjólinu.
Framleiðandinn HALO Belt starfar í San Fransico og var stofnað af tveim hönnuðum sem vildu reyna að blanda saman öryggi, tísku og menningu í vöru sem væri þarfaþing á hverjum degi.
Ljómandi fylgihlutir
Hjónin Alice Olivia Clarke og Kári Eiríksson hanna saman ljómandi fylgihluti undir nafninu Tíra. Þeir eru spunnir saman úr íslenskum lopa og endurskinsefni. Þannig er hægt að skreyta sig með fallegum blómum og sjást um leið vel í vetrarmyrkrinu.
Þessar vörur eru m.a. seldar í Reiðhjólaverzlunininni Berlin á Snorrabraut 56.
Sjá nánar á tira.is og facebooksíðunni TÍRA reflective accessories