Ætli regnslár verði í tísku í sumar?
Föt
Regnslár
Reiðhjólaverzlunin Berlin
Nýlega opnaði Reiðhjólaverzlunin Berlin á Snorrabraut sem kemur með nýjar áherslur á íslenska markaðinn. Þetta er ekki sportverslun heldur sérhæfir Reiðhjólaverzlunin Berlin sig í klassískum hjólum og fatnaði.
Áhersla er lögð á falleg hjól til daglegra nota ásamt klæðnaði sem bæði hæfir til hjólreiða sem og til daglegs brúks. Gömul og góð gildi eins og gæði, virðing og fágun eru okkar leiðarljós og munu endurspeglast í vörum þjónustu og kultur verslunarinnar.
Verslunin er staðsett á Snorrabraut 56 (bakdyramegin/upp stigann), sjá nánar á facebook síðu þeirra.
Verslunin er rekin af Alexander og Jón Gunnar sem stóðu fyrir glæsilegri tweed skrúðreið í sumar og mátti þar sjá að auðvelt er að hjóla um Reykjavík með stæl.
Hér eru nokkrar svipmyndir úr versluninni af facebook síðu þeirra og af vörunum sem þar eru seldar.
Við mælum með heimsókn í Reiðhjólaverzlunina Berlin
Endurskinsgallabuxur frá PEdALED
Eftir að hafa hannað tískufatnað fyrir frægt vörumerki í 15 ár fór Hideto Suzuki að hanna fatnað sem endurspegluðu betur lífstíl hans og daglegar hjólreiðar. Undir vörumerkinu PEdALED er hægt að fá ýmsan athyglisverðan fatnað hannaðan fyrir karlmenn sem hjóla eins og gallabuxur með endurskini í efninu, skyrtu með vasa að aftan og kálfaskinns hjóla-stuttbuxur.
Sjá nánar á vef PEdALED
Glæsilegur regnfatnaður
Georgia in Dublin var stofnað í desember 2009 af mæðgunum Nicola Orriss og Georgia Scott.
Þær bjóða upp á vörur sem sameina glæsileika og hagnýtni eins og þetta regn-pils sem má nota á ýmsan hátt eins og sést á þessu myndbandi:
Fleiri myndir:
Sjá nánar heimasíðu þeirra: www.georgiaindublin.com
Litadýrð á hjólum
Þau eru litrík að venju fötin frá Benetton og eins og Cycle Chic segir eru reiðhjól flottur fylgihlutur
Sjá meira á heimsíðu Benetton