Áhrif hjólreiða á heilsuna

Áhrif hjólreiða á heilsuna

Kostir hjólreiða eru marg sannaðir og í samantekt sem bresk heilbrigðiryfirvöld birtu í júlí 2016 eru sláandi tölur um heilsuávinninginn sem regluleg hreyfing gefur þér. Það er aldrei of seint að byrja.

Áhrif hreyfingar á heilsufar

Meira...

Hjólabingó

Hjólabingó

Taktu þátt í þessum skemmtilega leik og þú gætir öðlast æsku, hreysti, hamingju og langlífi*.

Meira...

Hjólreiðar lengja lífið!

Þau útbreiddu viðhorf að hjólreiðar séu hættulegar hamla verulega útbreiðslu þeirra. En eru þær hættulegar?
Rannsóknir sýna að fólk sem hjólar reglulega lifir lengur en þeir sem hjóla ekki og þjáist síður af heilsuleysi.

IMG_0789

Þetta var t.d. niðurstaða einnar stærstu og vönduðustu rannsóknar á samgönguhjólreiðum hingað til þegar Copenhagen Center for Prospective Population Studies fylgdist með um 30.000 körlum og konum í 14 ár.

Rannsóknir sýna að reglulegar hjólreiðar eru árangursríkasta leiðin til að lengja lífið og það á líka við um fólk sem stundar aðra hreyfingu. Þetta setur öryggismál hjólafólks í rétt samhengi, því hvaða áhætta sem fylgir hjólreiðum er áhættan augljóslega meiri við að hjóla ekki.

Þegar meðaltími milli alvarlegra slysa við hjólreiðar er um 3000 ár - 40 æviskeið - þá eru hjólreiðar ekki hættulegar, ekki frekar en að ganga.

Ein mikilvægasta uppfinningin

Því hefur verið haldið fram að ef reið­hjólið væri fundið upp í dag, án 150 ára sögu fordóma og ranghugmynda,  yrði því fagnað sem einni mikilvægustu uppfinningunni í baráttunni við fjölmörg þeirra vandamála sem nútímasamfélagið glímir við í dag. (Úr fyrirlestrum John Franklin á Samgönguviku 2007).

Lesið afar upplýsandi grein um þversagnirnar í öryggismálum hjólreiðamanna þar sem farið er faglega yfir málaflokkinn og mýtur sem enn er haldið á lofti skotnar niður með vísan í traustar rannsóknir. John Franklin er einn helsti sérfræðingur í öryggismálum hjólreiðamanna og leiðandi í því fræðslustarfi sem Bresk stjórnvöld hafa innleitt í gegnum Bikeability verkefnið. Þar eru samgönguhjólreiðar kenndar mismunandi aldurshópum með skipulögðum hætti.

Hreyfing eflir heilabúið

Hreyfing eflir heilabúið

Hreyfing eflir heilabúið

Við hjólreiðar eflast ekki aðeins vöðvar líkamans heldur heilasellurnar einnig. Blóðfæðið eykst sem skilar auknu súrefni og næringarefnum bæði til vöðva og heilafrumna og sem aftur eykur starfsemi þeirra. Einnig verður taukakerfið virkara sem ýtir undir framleiðslu próteina sem auka framleiðslu nýrra heilafrumna. Fyrir vikið getur framleiðsla nýrra heilafrumna tvö- eða þrefaldast samkvæmt hinum kanadíska Brian Christie, PhD, prófessor í taugavísindum.

Bættu heilabúið

Með aldrinum minnkar heilinn og dregur úr starfseminni, því er enn mikilvægara að efla og viðhalda þessu mikilvæga líffæri og það er ekki of seint að byrja. Í tilraun þar sem sjálfboðaliðar á aldrinum 60 - 79 ára fóru að stunda hreyfingu kom í ljós að eftir aðeins þrjá mánuði hafði heilinn stækkað til samræmis við þá sem voru þremur árum yngri í samanburðarhóp sem hélt áfram sínu kyrrsetulíferni samkvæmt Arthur Kramer, PhD, prófessor í taugavísindum við University of Illinois.
Fullorðnir sem stunda hreyfinu hafa betra minni, geta betur einbeitt sér, hugarflæðið eykst og þeir eiga auðveldara með að leysa úr verkefnum en þeir sem stunda kyrrsetulíferni. En niðurstöðurnar sýndu líka að það hjálpar ekkert að ofgera sér í hreyfingunni.

Ekkert þunglyndi

Hreyfing virkar jafn vel og sálfræðimeðferð og þunglyndislyf við meðhöndlun á geðlægð, og jafnvel betur segir James Blumenthal, PhD, (professor of behavioral medicine in the department of psychiatry and behavioral sciences at Duke University in Durham, North Carolina).
Þegar farið var yfir rannsóknir síðustu 26 ára var niðurstaðan sú að hreyfing í aðeins 20 – 30 mínútur daglega hefði þau áhrif til langtíma að geta komið í veg fyrir þunglyndi.
En hjólreiðar eru ekki skyndilausn, til að ná fram fullum heilsuávinning hjólreiða þarf að stunda þær reglulega.

Meira...

Hjólreiðar spara peninga

IMG_0921

Með því að hvíla bílana oftar getum við sparað útgjöld bæði til eldsneytis og viðhalds. Ef bílum er lagt alfarið má spara enn  meira.

Þegar menn hjóla reglulega batnar heilsan og þá sparast líka fé. Bæði sparar sá sem hjólar dýran rekstur á einkabílnum og vinnuveitandinn sparar líka peninga því veikindaleyfin kosta vinnuveitandann töluvert.

Meira...