Það voru niðurstöður vísindamanna sem skoðuðu ferðavenjur 50.000 einstaklinga í Hollandi*. Þar í landi hjólar almenningur um 75 mínútur vikulega og er það fjórðungur allra ferða. Þeir nýttu sér m.a. HEAT reiknivél Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnarinnar.
Hér er frétt sem fjallar um rannsóknina: Riding a bike for an hour extends cyclist's life by same time, say Dutch researchers og hér er önnur frá Háskólanum í Utrecht: Dutch bikers live six months longer
2013 voru á málþingi Innanríkisráðuneytisins um samgöngumál og almenningssamgöngur kynntir útreikningar með þessari sömu reiknivél sem sýndu fram á að hjólreiðar á Íslandi kæmu í veg fyrir fimm ótímabær dauðsföll árlega og að heilsufarsávinningurinn næmi um einum milljarði á ári. Sjá frétt hér.
* Elliot Fishman, Paul Schepers, and Carlijn Barbara Maria Kamphuis. Dutch Cycling: Quantifying the Health and Related Economic Benefits. American Journal of Public Health: August 2015, Vol. 105, No. 8, pp. e13-e15.
doi: 10.2105/AJPH.2015.302724