Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að hjóla með ung börn og hér eru nokkur ráð til að tryggja að þau njóti ferðarinner til fulls.

Munið að barn sem situr kyrrt er ekki að brenna sér til hita líkt og sá sem hjólar og því þarf að klæða börnin vel.

IMG_9550


Setjið fingur milli klemmu á hjálmi og húð barns áður en smellt er til að tryggja að húð barnsins klemmist ekki, það getur verið sárt.

IMG_0288

 

Ef barnið hjólar sjálft passið þá að hjóla í beinni línu með fullorðinn aftast að fylgjast með. Ef tveir fullorðnir eru í för ættu þeir að vera fremst og aftast.

IMG_1483


Barnastólar henta börnum sem eru farin að halda höfði og upp að 5 ára aldri. Góður stuðningur við fætur gerir stólana þægilegri, mjúkur stóll hlífir barnabossum við hossi. Börn sofna stundum í hjólatúrnum og því er nauðsynlegt að góður stuðningur sé við höfuð.

IMG_0508

 

Vagnar henta ungum börnum upp að fimm ára aldri og henta vel þegar ferðast er með tvö börn. Ungabörn geta verið í bílstólnum sínum í hjólavagninum og þau eldri notað öryggisbelti. Vögnum má loka þegar þannig viðrar.

IMG_4336


Tengihjól henta 4-9 ára. Þau eru skemmtileg því barnið getur hjólað með eða bara fríhjólað og notið ferðarinnar.

IMG_0481

 

Dráttartengi eru þannig að þau lyfta framdekki barnahjólsins, barnið getur hjólað með en ekki stýrt. Síðan má aftengja hjólin með lítilli fyrirhöfn og hjóla sitt í hvoru lagi á öruggu svæði. (mynd: followme-tandem.com)

_bild1gr

 

Svona sérbyggð hjól eru afar vinsæl hjá barnafólki sem velja bíllausan lífsstíl, enda mikið ódýrara.

DSC_3710

IMG_0001

IMG_0004

IMG_0458

IMG_0203

 

Skoðið hér breskan bækling frá Sustrans með góðum ráðum fyrir barnafólk.

Páll Guðjónsson

Myndir: Páll Guðjónsson, Geir Ragnarsson og Sesselja Traustadóttir