Viðgerðarstandar á helstu leiðum

Það er ekki amalegt að komast í aðstöðu til að dytta aðeins að hjólinu sínu fyrir handlagna. Nú eru komnir einir sex slíkir standar á höfuðborgarsvæðinu og sá fyrsti kom í fyrra á Akureyri.

Viðgerðarstandur á Akureyri

Viðgerðarstandur á Akureyri

Fossberg ehf. stendur fyrir tilraunaverkefni í samvinnu með Reykjavíkurborg með hjólaviðgerðarstöndum sem þeir hafa stillt upp á fjölförnum hjólastöðum í Reykjavík.

Eru standarnir frá Unior og getur hjólreiðafólk bæði pumpað í hjólin og hengt upp til frekari lagfæringa á staðnum.

vidgerdarstandar

Viðgerðarstandur í Elliðaárdal

Viðgerðarstandur í Elliðaárdal

Viðgerðarstandur í Elliðaárdal

Hér má svo sjá staðsetningar hjólastandanna á korti.

Félagar í Fjallahjólaklúbbnum komst svo í viðgerðaraðstöðu og vönduð verkfæri á fimmtudagskvöldum í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.